Heiðurslaun listamanna

Önnur mál nefndarfundar (2212052)
Allsherjar- og menntamálanefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
13.12.2022 26. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Heiðurslaun listamanna
Nefndin ræddi málið.

Nefndin afgreiddi breytingartillögu við fjárlög 2023 um heiðurslaun listamanna.
11.12.2022 25. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Heiðurslaun listamanna
Nefndin ræddi málið. 311 tilnefningar bárust á póstfangið heidurslaun@althingi.is með 85 nöfnum. Nefndin samþykkti að senda allan listann til ráðgefandi nefndar um heiðurslaun listamanna og óska eftir því að hún veitti umsögn sína eigi síðar en að kvöldi mánudagsins 12. desember um þau tíu sem best uppfylli skilyrði laganna, skv. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 66/2012, um heiðurslaun listamanna.
08.12.2022 23. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Heiðurslaun listamanna
Nefndin fjallaði um málið.

Samþykkt var að birta á vef Alþingis tilkynningu um að nefndin hafi til umfjöllunar veitingu heiðurslauna listamanna og benda á að unnt er að koma að tilnefningum til nefndarinnar á sérstakt netfang, fram til hádegis sunnudaginn 11. desember 2022.
06.12.2022 22. fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Heiðurslaun listamanna
Nefndin fjallaði um málið.
06.12.2022 Fundur allsherjar- og mennta­málanefndar Heiðurslaun listamanna